Ellefu Þróttarmörk í bikarnum

Sveinbjörn Jónasson var markheppinn með Þrótti á sínum tíma og …
Sveinbjörn Jónasson var markheppinn með Þrótti á sínum tíma og hefur tekið upp þráðinn á ný. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Þróttur úr Reykjavík vann auðveldan sigur á 4. deildar liði Afríku í 2. umferð bikarkeppni KSÍ, Borgunarbikarsins, þegar liðin mættust á Leiknisvellinum í dag.

Mörkin urðu 11 talsins án þess að Afríkumenn næðu að svara fyrir sig. Sveinbjörn Jónasson, sem hefur lítið leikið vegna meiðsla undanfarin tvö ár en gekk aftur til liðs við Þrótt í vetur eftir að hafa skorað 19 mörk fyrir liðið í 1. deildinni 2011, skoraði 5 mörk í leiknum og Brynjar Jónasson var með þrennu.

ÍR, Þróttur úr Vogum, Berserkir, KH og Leiknir R. tryggðu sér einnig sæti í 32ja liða úrslitum keppninnar.

Úrslitin í síðustu bikarleikjum dagsins:

Njarðvík - ÍR 0:2
Andri Jónasson 9., Jón Gísli Ström 36.

GG - Þróttur V. 0:3
Andri Björn Sigurðsson 26., 78., Elvar Freyr Arnþórsson 34.

Berserkir - KFR 3:0
Karel Sigurðsson 31., 71., 81.

ÍH - KH 0:1
Alexander Lúðvígsson 5.

Stokkseyri - Leiknir R. 0:5
Ragnar Leósson 3., Kolbeinn Kárason 35., 59., Daði Bærings Halldórsson 52., Aron Daníelsson 79.

Afríka - Þróttur R. 0:11
Vilhjálmur Kaldal 12., Sveinbjörn Jónasson 18., 20., 31., 53., 67., Oddur Björnsson 35., Brynjar Jónasson 58., 69., 79., Víðir Þorvarðarson 87.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert