Tíu Eyjamenn héldu jöfnu

Hafsteinn Briem í liði ÍBV fær hér að líta rauða …
Hafsteinn Briem í liði ÍBV fær hér að líta rauða spjaldið á 14. mínútu gegn Fjölni í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn og Fjölnismenn gerðu markalaust jafntefli í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Leikið var í miklum vindi í Vestmannaeyjum en Fjölnismenn réðu virkilega vel við vindinn. Þeir voru manni fleiri mestallan leikinn. 

Hafsteinn Briem fékk rautt spjald á 14. mínútu leiksins þegar hann reif Marcus Solberg niður sem var að sleppa í gegn, réttur dómur. Eyjamenn spiluðu gríðarlega vel varnarlega það sem eftir lifði leiks en þó að Fjölnismenn hafi fengið færi fengu þeir ekki dauðafæri og nýttu sín hálffæri ömurlega. 

Birnir Snær Ingason kom skemmtilega inn í lið Fjölnismanna í hálfleik en hann átti marga góða spretti upp kantinn og upp miðjan völlinn. Ægir Jarl Jónasson átti einnig góðan leik þegar hann kom inn á en þeir voru sprækustu menn gestanna. 

Hjá Eyjamönnum átti Derby Carillo góðan leik í markinu en hann stjórnaði teignum frábærlega og varði vel þegar hann þurfti þess.

ÍBV 0:0 Fjölnir opna loka
90. mín. Igor Jugovic (Fjölnir) fær gult spjald Þetta er að fjara út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert