Kemst Atli nær Inga og Tryggva?

Atli Viðar Björnsson hefur skorað 113 mörk í efstu deild.
Atli Viðar Björnsson hefur skorað 113 mörk í efstu deild. mbl.is/Árni Sæberg

Atli Viðar Björnsson, sóknarmaðurinn reyndi úr FH, verður væntanlega sá eini af 22 markahæstu leikmönnum efstu deildar frá upphafi sem leikur í deildinni árið 2017.

Albert Brynjar Ingason er í 21. sæti listans með 64 mörk. Hann mun leika með Fylkismönnum í 1. deildinni í ár en gæti að sjálfsögðu gengið til liðs við úrvalsdeildarfélag fyrir miðjan maí eða um mitt sumar.

Atli Viðar er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi með 113 mörk, öll fyrir FH, en enginn leikmaður hefur skorað jafnmörg mörk fyrir eitt félag í deildinni.

Hann vantar þrettán mörk til að ná Inga Birni Albertssyni, föður Alberts Brynjars, og átján mörk til að ná markakóngi allra tíma í deildinni, Tryggva Guðmundssyni.

Fimmtán markahæstu menn deildarinnar eru eftirtaldir:

Tryggvi Guðmundsson 131

Ingi Björn Albertsson 126

Atli Viðar Björnsson 113

Guðmundur Steinsson 101

Hermann Gunnarsson 95

Matthías Hallgrímsson 94

Hörður Magnússon 87

Björgólfur Takefusa 83

Ragnar Margeirsson 83

Arnar Gunnlaugsson 82

Steingrímur Jóhannesson 81

Guðmundur Steinarsson 81

Ríkharður Jónsson 78

Pétur Pétursson 72

Steinar Jóhannsson 72

Af núverandi leikmönnum deildarinnar kemur Atli Guðnason úr FH næstur með 62 mörk. Óskar Örn Hauksson úr KR hefur gert 58 mörk, Halldór Orri Björnsson, sem nú er kominn til FH frá Stjörnunni, er með 56 og Garðar Gunnlaugsson úr ÍA hefur skorað 55 mörk í deildinni.

Þessi grein er úr Fót­bolt­inn 2017, sér­blaði um Pepsi-deild karla sem fylgdi Morg­un­blaðinu á föstudaginn en þar er fjallað ít­ar­lega um deild­ina sem hefst í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert