Sanngjarn Valssigur þrátt fyrir dræma færanýtingu

Gunnlaugur Hlynur Birgisson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, og Nicolas Bogild, leikmaður …
Gunnlaugur Hlynur Birgisson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, og Nicolas Bogild, leikmaður Vals, berjast um boltann í leik liðanna í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Dræm færanýting Valsmanna hefði getað kostað þá í kvöld þegar liðið tók á móti Víkingi Ólafsvík á Valsvellinum í Reykjavík. Um var að ræða leik í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla 2017. Mörkin komu þó að lokum og var sigurinn sanngjarn.

Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti og sköpuðu sér tvö fín færi á fyrstu þremur mínútunum. Skjálftinn var þó fljótur að fara úr Víkingum sem reyndu að sækja meira þegar leið á hálfleikinn.

Valsarar voru sterkari aðilinn og síðar í hálfleiknum fengu þeir tvö þrjú stórkostleg færi. Kristinn Ingi átti skot yfir markið einn gegn Martinez í marki Ólafsvíkinga, Einar Karl átti skot í slánna og Bjarni Ólafur skóflaði boltanum yfir markið af nokkurra metra færi eftir hornspyrnu. Það stóð því 0:0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri. Valsmenn voru sterkari en gekk illa að klára færin sín. Þar til á á 65. mínútu. Klaufaskapur í vörn Ólsara í bland við smá heppilegt frákast gerði það að verkum að Acoff var einn óvaktaður á fjærstöng og kom Valsmönnum yfir. Víkingar þurftu nú að sækja og þá opnaðist vörnin meira. Valsmenn settu annað mark ekki löngu síðar. Víkingar áttu skalla í stöngina en nær því að skora komust þeir ekki.

Valur 2:0 Víkingur Ó. opna loka
90. mín. Víkingur Ó. á skot sem er varið Hár laus bolti sem Anton Ari grípur auðveldlega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert