Nýtur þess að búa og spila í Vestmannaeyjum

Cloé Lacasse í leik með ÍBV.
Cloé Lacasse í leik með ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Kanadíska knattspyrnukonan Cloé Lacasse hefur verið áberandi í liði ÍBV undanfarin tvö ár.

Hún spilar nú þriðja keppnistímabil sitt í Eyjum og hefur sett talsverðan svip á lið ÍBV sem og á íslenska kvennafótboltann, en Lacasse er tvímælalaust í hópi sterkari leikmanna Pepsi-deildarinnar.

Þar varð hún þriðja markahæst á síðasta tímabili með 13 mörk og hefur skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjum ÍBV á þessu tímabili. Lacasse var mjög áberandi í sigri Eyjakvenna á FH á laugardaginn, 1:0.

Hún sagði við Morgunblaðið í gær að sá leikur hefði ekki verið sá besti hjá liðinu á þessu tímabili.

„Við erum búnar að spila marga leiki á skömmum tíma og þessi leikur bar dálítinn keim af því. Við náðum þó að skapa okkur nokkur góð marktækifæri, sum þeirra einar gegn markmanni, og sem betur fer tókst okkur að skora eitt mark og vinna 1:0.“

Cloé er bjartsýn á gott gengi Eyjaliðsins í sumar en það er með 10 stig eftir fyrstu fimm leikina og er í fjórða sæti deildarinnar.

„Ég held að við séum dálítið vanmetnar. Við erum með marga góða leikmenn sem hafa reynslu af landsliðum og ég tel möguleika okkar á að ná langt í deildinni vera góða. Við þurfum að vera á tánum í hverjum einasta leik. Breiddin hjá okkur er kannski ekki mjög mikil og við erum með marga kornunga varamenn í hópnum. Um daginn komu þrjár fimmtán ára gamlar stúlkur við sögu hjá okkur.“

Sjá allt viðtalið við Cloé í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert