Öruggt hjá Selfossi og Sindra

Anna María Friðgeirsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Selfoss í kvöld.
Anna María Friðgeirsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Selfoss í kvöld. mbl.is/Eva Björk

Nú er ljóst hvaða 16 lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Borgunarbikarsins, á morgun.

Tindastóll sigraði Völsung í fyrsta leik 2. umferðar í gær og í kvöld bættust fimm lið í hóp Sauðkrækinga. Sindri og Selfoss unnu bæði örugga sigra á Einherja og Augnabliki, HK/Víkingur lagði ÍR og Þróttur R. vann ÍA í framlengdum leik á Skaganum. Sierra Marie Lelii jafnaði fyrir Þrótt rétt fyrir leikslok, 2:2, og skoraði síðan sigurmarkið í framlengingu.

Vítaspyrnukeppni þurfti svo til þess að útkljá viðureign Fjölnis og Keflavíkur þar sem Fjölnir hafði betur.

Sigurliðin sex bætast því í hóp þeirra tíu liða sem spila í efstu deild en sem fyrr segir er dregið í 16-liða úrslitin á morgun.

Úrslit 2. umferðar:

Tindastóll – Völsungur 3:1
Sindri – Einherji 4:0
ÍA – Þróttur 2:3 – eftir framlengingu
HK/Víkingur – ÍR 2:1
Selfoss – Augnablik 5:0
Fjölnir – Keflavík 4:2 – eftir vítakeppni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert