Stórsigur Breiðabliks á heimavelli

Breiðablik fagnar marki í kvöld.
Breiðablik fagnar marki í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikur Breiðabliks og KR í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi hafði ekki náð fyrstu mínútu þegar dómari leiksins benti á vítapunktinn í teig KR og þar með voru úrslitin ráðin. Fanndís Friðriksdóttir skoraði af öryggi og sigri Breiðabliks var aldrei ógnað eftir það. Blikar stilltu upp sóknarsinnuðu liði og héldu boltanum vel og gátu leyft sér að spila hátt með varnarlínuna.

KR-ingar eru með snögga leikmenn og áttu tvö, þrjú áhlaup en varnarmenn og Sonný markmaður gripu vel inn í þegar þurfti.

Fremstu fjórir leikmenn Breiðabliks fengu að athafna sig að vild og áður en hálfleiknum lauk höfðu þær skorað fjögur mörk. Ekki bætti úr skák fyrir KR-inga að Anna Birna Þorvarðardóttir þurfti að fara meidd af velli um miðbik fyrri hálfleiks.

Seinni hálfleikur var rólegri en sá fyrri. Lið Breiðabliks var með tögl og hagldir í leiknum og bætti við tveimur mörkum.

KR-ingar áttu nokkra spretti upp völlinn líka í seinni hálfleik en náðu ekki að ógna markinu svo telja megi. Lokatölur urðu 6:0.

Breiðablik 6:0 KR opna loka
90. mín. Breiðablik fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert