Fylkir bjargaði jafntefli í blálokin

Haukar fara í heimsókn til Fylkis í dag.
Haukar fara í heimsókn til Fylkis í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylkir og Haukar gerðu 1:1 jafntefli í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Haukar rétt misstu af fyrsta sigri sínum í sumar, því Jasmín Erla Ingadóttir jafnaði metin í uppbótartíma með marki beint úr aukaspyrnu en Marjani Hing-Glover hafði komið Fylki yfir í fyrri hálfleik. 

Haukar byrjuðu leikinn betur og var 1:0 forysta þeirra í hálfleik verðskulduð. Marjani Hing-Glover kláraði þá með hnitmiðuðu skoti innan teigs, en hún lék áður með Fylki. Fylkiskonur komust hægt og bítandi meira inn í leikinn og þung pressa þeirra skilaði loks árangri í blálokin og var jöfnunarmarkið verðskuldað. 

Þetta var fyrsta stig Fylkis síðan í 1. umferð er liðið vann Grindavík en Haukar nældu sér í sitt fyrsta stig í sumar með úrslitunum. Haukar fóru upp fyrir KR og úr botnsætinu á meðan Fylkir er enn í 8. sæti með fjögur stig. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Fylkir 1:1 Haukar opna loka
90. mín. Þrjár mínútur í uppbótartíma, ná Fylkiskonur að jafna?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert