„Ekki eitthvað sem við sættum okkur við“

Marc McAusland í leik með Keflavík.
Marc McAusland í leik með Keflavík. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Miðvörður Keflvíkinga Marc McAusland var ómyrkur í máli, spurður um hvort úrslit kvöldsins væru Keflvíkingum ásættanleg, en liðið gerði 2:2 jafntefli við Selfoss í Inkasso-deild karla í knattspyrnu.

„Nei alls ekki! Við getum ekki haldið áfram að gera jafntefli í leikjum ef við ætlum okkur okkar markmið í sumar. Þrjú jafntefli í fyrstu fjórum leikjunum er ekki nægilega gott finnst mér. Þetta stefnir þá bara í sama og síðasta tímabil og það er ekki eitthvað sem við sættum okkur við,“ sagði Marc í samtali við mbl.is.

Marc sagði sína menn þurfa að hysja upp um sig strax og mæta tilbúnir í næsta leik til sigurs.

„Leikurinn í heild sinni var frekar slakur finnst mér. Slakar sendingar hjá báðum liðum. En við þurfum að fókusa á okkur, skapa okkur fleiri færi. Jafntefli var kannski alveg sanngjarnt svona eftir á. Við settum ágæta pressu á þá á lokakaflanum og Hörður (Sveinsson) fékk gott færi. En þetta átti bara ekki að verða sigur í kvöld,“ sagði Marc að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert