Lærisveinar Ólafs skelltu Víkingum

Ólafur Örn Bjarnason þjálfar Egersund í Noregi.
Ólafur Örn Bjarnason þjálfar Egersund í Noregi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, stýrði liði sínu Egersund til óvænts sigurs gegn Viking frá Stavanger í 2. umferð norsku bikarkeppninnar í dag, 3:1.

Egersund er í 9. sæti af fjórtán liðum í sínum riðli norsku C-deildarinnar eftir sex umferðir, með einn sigur og fjögur jafntefli, en Viking hefur byrjað tímabilið hörmulega í úrvalsdeildinni og situr á  botninum eftir tíu leiki með aðeins fimm stig.

Samkvæmt norskum fjölmiðlum var ekki að sjá að tvær deildir væru á milli liðanna og að sigur Egersund hafi verið verðskuldaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert