„Ég elska það að spila“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir með knöttinn .
Berglind Björg Þorvaldsdóttir með knöttinn . mbl.is/Ófeigur

„Ég er nokkuð sátt við upphafsleikina á Íslandsmótinu þótt viðureignin við Þór/KA sitji aðeins í mér. En það er möguleiki á að hefna fyrir tapið síðar. Við eigum eftir að mæta þeim aftur í deildinni og einnig í bikarkeppninni,“

Þetta segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markahrókur úr knattspyrnuliði Breiðabliks, í samtali í Morgunblaðinu í dag. Hún skoraði þrennu á 34 mínútna kafla þegar Breiðablik vann stóran sigur á KR, 6:0, á Kópavogsvelli í 6. umferð Pepsi-deildarinnar á miðvikudagskvöld.

Berglind Björg hefur skorað fimm mörk í fyrstu sex umferðum deildarinnar. „Við áttum nánast allar stórleik á móti KR. Þannig að ég held að við séum á góðri leið nú þegar þriðjungur deildarkeppninnar er að baki. Sjálfstraustið eykst jafnt og þétt eins og við leikum um þessar mundir. Ekki skemmir fyrir að halda marki okkar hreinu.“

Sjá samtal vi Berglindi Björgu í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert