Hólmfríður tryggði KR fyrstu stigin

Frá viðureign Fylkis og KR í dag.
Frá viðureign Fylkis og KR í dag. mbl.is/Ófeigur

KR-ingar unnu sinn fyrsta leik í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar með því að leggja Fylki 3:1 í Árbænum í dag. KR fór upp fyrir Hauka og af botninum með sigrinum. Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir gerði tvö marka KR, en hún byrjaði sinn fyrsta leik í sumar eftir meiðsli sem hún er að jafna sig á. 

KR byrjaði leikinn mikið mun betur og var það verðskuldað þegar Sigríður María S. Sigurðardóttir kom liðinu yfir á 28. mínútu. Hún batt þá endahnútinn á góða sókn með góðri afgreiðslu af stuttu færi, stöngin inn og staðan orðin 1:0. Þremur mínútum síðar var staðan orðin 2:0, Hólmfríður Magnúsdóttir átti þá laust skot af löngu færi sem á einhvern óskiljanlegan hátt rataði á milli handa Ástu Vigdísar Guðlaugsdóttur í marki Fylkis og í netið.

Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þjálfari Fylkis var búinn að fá sig fullsaddan af slæmri spilamennsku síns liðs og gerði hann tvöfalda breytingu á liði sínu á 38. mínútu. Það skilaði sér því þremur mínútum síðar var Jesse Shugg búin að minnka muninn í 2:1, er hún kláraði mjög vel af stuttu færi og var það síðasta færi hálfleiksins.

Síðari hálfleikurinn var jafn frá fyrstu mínútu og voru bæði lið að gera sig líkleg til að skora. Það var KR sem sá um að gera fjórða mark leiksins og var það annað mark Hólmfríðar. Hún skoraði þá af stuttu færi eftir að Fylkiskonum tókst ekki að koma hornspyrnu frá marki sínu. Það reyndist það síðasta markverða sem gerðist í leiknum. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Fylkir 1:3 KR opna loka
90. mín. Jesse Shugg (Fylkir) á skot sem er varið Fínt skot utan teigs, en skotið er ekki alveg nógu kraftmikið og Hrafnhildur ver.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert