ÍBV vann frækinn sigur á Blikum

Rakel Hönnudóttir skallar boltann í leik ÍBV og Breiðabliks í …
Rakel Hönnudóttir skallar boltann í leik ÍBV og Breiðabliks í fyrra. mbl.is/Golli

ÍBV lagði Breiðablik að velli, 2:0, í 7. umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.

Þetta var annað tap Breiðabliks á leiktíðinni en liðið hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu sex leikjunum í sumar. 

Katie Krautner og Kristín Erna Sigurlásdóttir skoruðu mörkin á fyrstu 25 mínútum og virkuðu gestirnir aldrei líklegir til þess að skora.

Cloe Lacasse var frískust á vellinum í kvöld en gestirnir réðu alls ekkert við hana á þeim 90 mínútum sem voru spilaðar.

Breiðablik komst aldrei í takt við leikinn og leikmenn liðsins virkuðu frekar eins og ellefu einstaklingar inni á vellinum heldur en eitt lið.

Blikakonur eru áfram í 3. sæti en nú sex stigum á eftir toppliði Þórs/KA. ÍBV er í 4. sæti með 13 stig, tveimur stigum á eftir Breiðabliki. Bikarleikir eru næstir á dagskrá hjá liðunum en Þór/KA er mótherji gestanna og ÍBV heimsækir Selfoss. 

Fylgst var með gangi mála í Eyjum í beinni textalýsingu sem sjá má hér að neðan. Fjallað verður um leiki kvöldsins í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið og viðtöl koma inn hér á vefinn síðar í kvöld.

ÍBV 2:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Cloé Lacasse (ÍBV) fer af velli Öflugust í Eyjaliðinu í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert