Óskar Örn með sitt 60. mark

Óskar Örn Hauksson í leik með KR gegn FH.
Óskar Örn Hauksson í leik með KR gegn FH. mbl.is/Árni Sæberg

Óskar Örn Hauksson úr KR skoraði 60. mark sitt í efstu deild hér á landi í fyrrakvöld þegar hann jafnaði gegn FH, 1:1, í leik liðanna í Vesturbænum. Hann er 28. leikmaðurinn í sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu sem skorar sextíu mörk í deildinni.

Aðeins tveir núverandi leikmenn í deildinni hafa gert betur. Atli Viðar Björnsson úr FH er þriðji efstur með 113 mörk og Atli Guðnason, sem skoraði fyrir FH í sama leik, er í 23. sæti frá upphafi með 63 mörk.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag eru fjölmargar aðrar staðreyndir um 5. umferð Pepsi-deildar karla, ásamt úrvalsliði umferðarinnar, stöðunni í M-gjöfinni og viðtali við leikmann umferðarinnar.

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert