Heimir í 18 manna hópi sem fylgir kvennalandsliðinu

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. mbl.is/Golli

Heimir Hallgrímsson, A-landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður einn þriggja leikgreinenda sem verða Frey Alexanderssyni, landsliðsþjálfara kvenna, til aðstoðar í lokakeppni Evrópumótsins í Hollandi í sumar.

Freyr sagði á fréttamannafundi KSÍ fyrir stundu að það væri eflaust einsdæmi í heiminum að þjálfari A-landsliðs karla væri í slíku verkefni en það sýndi best þá samstöðu sem væri í kringum íslensku landsliðin. Sjálfur fór Freyr með karlalandsliðinu á EM í Frakklandi í fyrrasumar.

Alls verður átján manna starfslið með kvennalandsliðinu í Hollandi og öll umgjörð er því eins og best verður á kosið. Það er eftirtalinn hópur:

Freyr Alexandersson – Þjálfari
Ásmundur Haraldsson – Aðstoðarþálfari
Ólafur Pétursson – Markvarðaþjálfari
Arnar Bill Gunnarsson – Leikgreinandi
Heimir Hallgrímsson – Leikgreinandi
Davíð Snorri Jónasson – Leikgreinandi
Guðrún Inga Sívertsen – Yfirfararstjóri
Þorvaldur Ingimundarson – Starfsmaður A-landsliðs kvenna
Óskar Örn Guðbrandsson – Fjölmiðlafulltrúi
Hilmar Þór Guðmundsson – Fjölmiðlafulltrúi
Arnar Sigurðsson – Læknir
Óskar Valdórsson – Læknir
Jófríður Halldórsdóttir – Sjúkraþjálfari
Ásta Árnadóttir – Sjúkraþjálfari
Ari Fritzson – Sjúkraþjálfari
Hjalti Rúnar Oddsson – Styrktarþjálfari
Margrét Ákadóttir – Búningastjóri
Laufey Ólafsdóttir – Búningastjóri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert