Grindavík og Valur síðust í undanúrslit

Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val í kvöld …
Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val í kvöld og er hér í baráttu við Lindu Líf Boama úr HK/Víkingi. Ljósmynd/Óðinn Þórarinsson

Grindavík og Valur eru komin í undanúrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir heimasigra í átta liða úrslitum í dag. Grindavík vann Tindastól, 3:2, og Valur vann öruggan 5:0 sigur á HK/Víkingi.

Elena Brynjarsdóttir kom Grindavík í 2:0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik áður en Ísabel Jasmín Almarsdóttir bætti við þriðja markinu fyrir leikhlé og var staðan því 3:0 fyrir Grindavík í hálfleik. Tindastóll, neðsta liðið í 1. deildinni, gafst hins vegar ekki upp og skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Emily Key sá um að gera þau, en nær komst Tindastóll ekki og er Grindavík því komið í undanúrslit. 

Spennan var minni á Hlíðarenda þar sem Valur vann öruggan 5:0 sigur á HK/Víkingi. Elín Metta Jensen skoraði eina mark fyrri hálfleiks. Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og Anisa Guajardo og Stefanía Ragnarsdóttir bættu við einu marki hvor. 

Upplýsingar um markaskorara fengust á fotbolti.net. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert