Var kurteis við dómarana

Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Við spiluðum leikinn mjög vel, eins og Íslandsmeistarar, og höfðum aldrei áhyggjur af andstæðingnum allan leikinn. Við spiluðum vel varnarlega og nokkuð vel sóknarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir 1:0 tap gegn FH á heimavelli í dag.

„Það átti að vera önnur staða en 0:0 í hálfleik, það held ég að sé öllum ljóst en staðan var ekki öðruvísi og þannig er það bara,“ sagði Kristján.
Markið sem Steven Lennon skoraði var gríðarlega umdeilt. Hvert er þitt mat á því?

„Ég verð bara að treysta dómurunum fyrir þessu,“ sagði Kristján.

Varstu sáttur við dómgæsluna í leiknum í dag?

„Ég sagði við dómarann eftir leikinn hvað mér fannst um dómgæsluna en það var bara á kurteisan hátt,“ sagði Kristján.

Sindri Snær var ekki með ÍBV í dag vegna meiðsla.

„Hann er meiddur í lærinu en hann er að koma til baka,“ sagði Kristján Guðmundsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert