Svekkjandi að fá ekki að spila mikið

Frá leiknum í kvöld.
Frá leiknum í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Þetta er hrikalega svekkjandi fyrir okkur, við ætluðum okkur þrjú stig. Þetta eru tvö stig töpuð og það er mjög svekkjandi að ná ekki að klára leikinn. Ég reyndi að fríska upp á þetta í lokin,“ sagði Aron Bjarnason, leikmaður Breiðabliks, eftir markalaust jafntefli gegn Grindavík á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Aron féll við í vítateig Grindavíkur undir lokin og vildi hann fá vítaspyrnu, en fékk ekki neitt. 

„Ég fer inn á teiginn og er að fara í skotið. Hann stígur inn í mig og ég sparka í hann. Ég myndi halda að það væri víti.“

Aron hefur ekki fengið að spila mikið það sem af er leiktíðar og að sjálfsögðu er hann ekki sáttur við það. 

„Persónulega hef ég ekki fengið að spila mikið, það hefur verið svekkjandi,“ sagði hann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert