Afar mikilvægur sigur Grindavíkur

Grindvíkingar forðuðu sér frá fallsætunum í kvöld.
Grindvíkingar forðuðu sér frá fallsætunum í kvöld. mbl.is/Ófeigur

Grindavík vann í kvöld 2:1-sigur á Fylki í lokaleik 10. umferðar Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu.

Um mikinn fallbaráttuslag var að ræða en Fylkir hefði með sigri getað sent Grindavík niður í fallsæti. Þess í stað er Grindavík nú með 9 stig í 7. sæti, fimm stigum fyrir ofan Fylki sem er í 9. sæti. Grindavík hafði tapað sex leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld.

Carolina Mendes kom heimakonum í Grindavík yfir strax í upphafi seinni hálfleiks, en Thelma Lóa Hermannsdóttir jafnaði metin jafnharðan. Sigurmark Grindavíkur kom svo á 61. mínútu en samkvæmt Fótbolta.net var það með klaufalegra móti. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, markvörður Fylkis, sló boltann inn eftir hornspyrnu Grindavíkur.

Upplýsingar um markaskorara eru af fótbolta.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert