Fjölnismenn að fá sænskan framherja

Ágúst Þór Gylfason.
Ágúst Þór Gylfason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölnismenn eru búnir að semja við sænska framherjann Linus Olsson um að leika með liðinu í úrvalsdeild karla, Pepsi-deildinni. Þetta staðfesti Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, við Fótbolta.net í dag.

Olsson kemur til Fjölnis frá Nykøbing sem leikur í dönsku B-deildinni. Þar lék hann á síðustu leiktíð og kom við sögu í 14 leikjum, og skoraði fjögur mörk en vermdi tréverkið í 8 skipti af þessum 14.

„Við erum búnir að skora fá mörk og erum ekki að skapa okkur nógu mikið. Ég vona að við fáum fleiri færi og skorum fleiri mörk með tilkomu hans. Hann á að gera mikið fyrir okkur fram á við,“ sagði Ágúst við Fótbolta.net.

Olsson verður löglegur með liðinu 15. júlí er félagaskiptaglugginn opnar og leikur sinn fyrsta leik gegn Grindavík 17. júlí. 

Sóknarleikur Fjölnismanna hefur verið daufur það sem af er tímabili en liðið hefur aðeins skorað 8 mörk í 9 leikjum og er 10. sæti, stigi fyrir ofan ÍA og tveimur fyrir ofan Víking Ólafsík sem er í botnsætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert