Mikil tilhlökkun að taka þátt í nýju Evrópuævintýri

Jósef Kristinn Jósefsson.
Jósef Kristinn Jósefsson. mbl.is/Golli

„Þetta er erfiður mótherji en verður bara mjög gaman,“ sagði Jósef Kristinn Jósefsson, bakvörður Stjörnunnar, í samtali við Morgunblaðið, en Garðbæingar taka á móti Shamrock Rovers frá Írlandi í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á Samsung-vellinum í kvöld.

Jósef Kristinn er sjálfur að spila fyrsta Evrópuleik sinn og hann segir að töluvert meiri fiðringur fylgi því. „Já, klárlega. Það er gríðarleg tilhlökkun og ég hef beðið eftir þessu í allan vetur. Það verður gaman að taka þátt í þessu.“

Spurður hvort Stjarnan viti mikið um írsku mótherjana segir hann að vel hafi verið farið yfir andstæðinginn. Liðið muni ekki breyta sérstaklega út af skipulagi sínu fyrir leikinn heldur sé undir Stjörnumönnum sjálfum komið að mæta tilbúnir í slaginn.

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert