Munum spila öðruvísi

Ólafur Jóhannesson
Ólafur Jóhannesson mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Bikarmeistarar Vals, sem tróna á toppi Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, verða í eldlínunni í Lettlandi í dag þegar þeir mæta liði Ventspils í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð Evrópudeildar UEFA. Lettarnir eru þrautreyndir í Evrópukeppninni, en þeir eru að taka þátt í henni 18. árið í röð og tókst að komast í riðakeppni Evrópudeildarinnar árið 2009.

Valur er fjórða íslenska liðið frá upphafi sem mætir lettneskum mótherjum. Lettar hafa haft betur í öll skiptin þrátt fyrir jafnar viðureignir og síðast í fyrra þegar Jelgava sló út Breiðablik, 5:4 samanlagt. Ventspils hefur ekkert gengið sérstaklega vel í deildinni á tímabilinu. Liðið er í sjötta sæti af átta liðum eftir tólf umferðir með 11 stig og hefur aðeins tekist að vinna tvo leiki.

Valsmenn hafa undirbúið sig vel fyrir leikinn. Þeir mættu til Lettlands á sunnudaginn og ætla sér að gera góða hluti, en Hlíðarendaliðið var grátt leikið í 1. umferð Evrópudeildarinnar í fyrra þar sem liðið tapaði samanlagt 10:1 fyrir danska liðinu Bröndby.

Erum reynslunni ríkari eftir leikina við Bröndby

„Það fer vel um okkur hér í Lettlandi og það er fínt að komast aðeins í burtu frá deildinni og taka þátt í öðru verkefni,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, við Morgunblaðið í gær. „Við erum búnir að skoða síðustu fjóra leiki hjá lettneska liðinu og við vitum því ýmislegt um liðið og leikskipulag þess“ sagði Ólafur.

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert