FH byrjar í Slóveníu

FH-ingar fagna marki í sumar.
FH-ingar fagna marki í sumar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslandsmeistarar FH eru eina íslenska liðið sem eftir er í Evrópukeppninni en Valur og KR féllu úr leik í Evrópudeildinni í kvöld.

FH-ingarnir eru komnir í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem þeir etja kappi við slóvensku meistarana í Maribor.

Fyrri leikur liðanna fer fram í Maribor á miðvikudaginn í næstu viku og síðari leikurinn verður í Kaplakrika viku síðar.

Það er ljóst að FH fer í umspilsleiki um að komast í riðlakeppninni annaðhvort í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Takist liðinu að slá Maribor út fer það í 4. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og fer þá í umspil um sæti í riðlakeppninni en tapi liðið rimmunni við Slóvenana fer það í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar sem er umspil um sæti í riðlakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert