Sæti í lið Hamranna boðin upp

Karen Nóadóttir fór á EM karla í fyrra og er …
Karen Nóadóttir fór á EM karla í fyrra og er hér fyrir miðri mynd. Skapti Hallgrímsson

Það er nokkuð ljóst að konurnar í 1. deildarliði Hamranna hugsa út fyrir kassann en liðið á í miklum leikmannavandræðum þessa stundina og á fyrir höndum leik gegn Sindra í deildinni á morgun. 

Karen Nóadóttir, þjálfari liðsins, ritar áhugaverða færslu á Facebook um málið þar sem hún fer yfir leikmannavandræði liðsins og áhugaverða lausn Hamrakvenna á málinu. 

Um eina leik helgarinnar í kvennaknattspyrnunni er að ræða þar sem EM stendur sem hæst en íslenska landsliðið mætir Sviss í öðrum leik sínum á morgun í riðlakeppninni. 

Af þeim sökum m.a. á liðið í vandræðum en stór hluti leikmanna liðsins er úti í Hollandi að styðja landsliðið auk þess sem einhverjir leikmenn liðsins eru einnig með Þór/KA þar ytra í æfingaferð.

Upp er því komin sú staða að liðið vantar leikmenn og þar sem félagaskiptaglugginn er opinn auglýsir liðið nú þær stöður sem lausar eru til hæstbjóðanda.

„Hér með langar mig því að bjóða fyrrnefnd sæti til hæstbjóðanda! Einu skilyrðin eru að viðkomandi styðji Hamrana og sé skemmtilegur. Hver vill ekki vera hluti af þessu frábæra liði sem Hamrarnir eru, þó ekki væri nema bara í einn dag?!“ segir Karen á Facebook-síðu sinni en færslu hennar má sjá hér að neðan í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert