Óskabyrjun varð að stórsigri í Garðabænum

Baldur Sigurðsson, leikmaður Stjörnunnar, í baráttu við Brynjar Ásgeir Guðmundsson, …
Baldur Sigurðsson, leikmaður Stjörnunnar, í baráttu við Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmann Grindavík, í leik liðanna í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Stjörnumenn fengu draumabyrjun þegar þeir mætti Grindavík á heimavelli í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir aðeins 47 sekúndur var Baldur Sigurðsson fyrstur að átta sig eftir klafs í teig Grindvíkinga og kom Stjörnunni yfir.

Eftir það héldu Stjörnumenn boltanum betur en Grindvíkingar ógnuðu með Andra Rúnar fremstan í flokki með skyndisóknum.

Í seinni hálfleik byrjuðu Stjörnumenn aftur betur og eftir 52 mínútur skoraði Guðjón Baldvinsson mark eftir að Eyjólfur átti skot í þverslánna. Við þetta opnuðust flóðgáttir og Guðjón skoraði þrennu á aðeins tólf mínútum. Um korteri fyrir leikslok innsiglaði Hilmar Árni svo sigurinn með marki eftir gott samspil við Heiðar Ægisson og lokastaðan 5:0.

Stjarnan 5:0 Grindavík opna loka
90. mín. Hilmar nálægt því að bæta við marki en Jajalo er snöggur og grípur boltann. Þar skall hurð nærri hælum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert