Sneggsta þrennan í níu ár

Guðjón Baldvinsson skorar eitt marka sinna í leiknum í kvöld …
Guðjón Baldvinsson skorar eitt marka sinna í leiknum í kvöld án þess að Brynjar Ásgeir Guðmundsson fái að gert. mbl.is/Árni Sæberg

Guðjón Baldvinsson skoraði þrennu fyrir Stjörnuna á aðeins 12 mínútna kafla í kvöld þegar Garðabæjarliðið burstaði Grindavík, 5:0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Guðjón gerði annað, þriðja og fjórða mark Stjörnunnar á 52., 58. og 64. mínútu leiksins. Hann hefur áður skorað þrennu á 14 mínútum en það gerði hann með KR gegn Fylki árið 2011. Þá skoraði Guðjón öll mörk Vesturbæjarliðsins í 3:0 sigri á 14., 24. og 28. mínútu leiksins.

Þetta er sneggsta þrennan í deildinni í níu ár, eða síðan Iddi Alkhag, danskur framherji hjá HK, skoraði þrennu á síðustu 10 mínútunum í 4:2 sigri Kópavogsliðsins á Val á Kópavogsvelli árið 2008. Aaron Palomares lagði þá upp öll þrjú mörkin fyrir Alkhag.

Andri Sigþórsson skoraði þrennu á 10 mínútum og fernu á 19 mínútum þegar KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn haustið 2000 með 4:1 sigri á Stjörnunni í Garðabæ. Þá skoraði Andri á 44., 49., 54. og 63. mínútu leiksins.

Iddi Alkhag í leik með HK árið 2008. Hann skoraði …
Iddi Alkhag í leik með HK árið 2008. Hann skoraði þrennu á 10 mínútum í sigri liðsins á Val. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert