Blikar skoða skoskan sóknarmann

Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks.
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Skoskur framherji, Leighton McIntosh að nafni, er til skoðunar hjá karlaliði Breiðabliks að því er fram kemur fram á vef stuðningsmanna Breiðabliks, blikar.is.

McIntosh mætti á sína fyrstu æfingu með Blikunum í gær en hann er 24 ára gamall og lék með skoska liðinu Dundee frá 2010 til 2014. Hann spilaði svo með Montrose og Arbroath en hefur spilað með Peterhead í skosku D-deildinni undanfarin tvö ár þar sem hann skoraði 12 mörk í 31 leik á síðustu leiktíð. Hann á að baki 3 leiki með U19 ára liði Skotlands

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hann gangi til liðs við Breiðablik áður en félagskiptaglugganum verður lokað segir á vefnum blikar.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert