Þetta er bara ógeðslegt

Jóhann Laxdal.
Jóhann Laxdal. mbl.is

Bakvörðurinn Jóhann Laxdal, gegnheill Stjörnumaður, var niðurbrotinn þegar mbl.is ræddi við hann eftir tap Stjörnumanna gegn Eyjamönnum í undanúrslitum Borgunarbikarkeppninnar í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

„Þetta er bara ógeðslegt. Ég held að það sé best að orða það á þennan hátt,“ sagði Jóhann við mbl.is en eftir að hafa komist yfir í leiknum á 60. mínútu svöruðu Eyjamenn með tveimur mörkum og fögnuðu sætum sigri.

„Við vorum á köflum andlausir í leiknum sem er afar undarlegt miðað hversu mikið var í húfi og það vantaði drápseðlið eftir að við náðum forystunni. Nú verður bara allt sett á fullt hjá okkur að elta Valsmennina í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Það er eina sem við höfum að keppa að eftir þessi úrslit. Bikarleikir eru allt öðruvísi en deildarleikir. Við burstuðum ÍBV á heimavelli fyrr í sumar en það gaf okkur ekkert fyrir þennan leik. Við klikkuðum einfaldlega á prófinu. Svona á ekki að gerast hjá svona góðu liði eins og okkar og við þurfum að rífa okkur hressilega upp,“ sagði Jóhann Laxdal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert