Höskuldur Gunnlaugs í Halmstad

Höskuldur Gunnlaugsson er nýjasti atvinnumaður Íslands.
Höskuldur Gunnlaugsson er nýjasti atvinnumaður Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson hefur gengið í raðir sænska A-deildarfélagsins Halmstad frá Breiðabliki. Blikar.is greina frá þessu í dag.

Höskuldur er uppalinn hjá Breiðabliki og hefur leikið 113 leiki fyrir liðið. Þar af eru 68 leikir í efstu deild þar sem hann hefur gert 11 mörk. Hann var valinn efnilegasti leikmaður úrvalsdeildarinnar árið 2015.

Höskuldur er 22 ára og hefur skorað 19 mörk samtals fyrir Kópavogsliðið. Hann hefur leikið sjö leiki með U21 árs landsliði Íslands og skorað í þeim tvö mörk. 

Höskuldur heldur til Svíþjóðar á sunnudaginn kemur. Halmstad er sem stendur í næstneðsta sæti sænsku deildarinnar, sem er fallsæti. Liðið er tveimur stigum frá Kalmar og sex stigum á eftir Sundsvall sem eru í sætunum fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert