ÍBV fer í 12. úrslitaleikinn

Hafsteinn Briem fagnar marki með ÍBV.
Hafsteinn Briem fagnar marki með ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íbv er komið í bikarúrslitaleik karla annað árið í röð og í tólfta skiptið samtals eftir sigur á Stjörnunni, 2:1, í Garðabæ í gær.

Eyjamenn hafa fjórum sinnum orðið bikarmeistarar, árin 1968, 1972, 1981 og 1998, en hafa sjö sinnum tapað úrslitaleikjum í keppninni. Þeir biðu lægri hlut fyrir Valsmönnum, 2:0, í úrslitaleiknum í fyrra og þar á undan léku þeir til úrslita árið 2000 og töpuðu þá fyrir Skagamönnum, 2:1.

ÍBV mætir annaðhvort FH eða Leikni úr Reykjavík í úrslitaleik á Laugardalsvellinum laugardaginn 12. ágúst en undanúrslitaleikur þeirra fer fram í Kaplakrika á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert