Pape missti af Herjólfi

Frá leik ÍBV og Víkings í kvöld.
Frá leik ÍBV og Víkings í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Ég er ánægður bæði með stigin og leikinn," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó eftir gríðarlega mikilvægan 1:0 sigur á ÍBV í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í Vestmannaeyjum í kvöld.  

„Við viljum alltaf klára sóknir með góðri fyrirgjöf eða góðu skoti. Í fyrri hálfleik vorum við mikið með boltann en náðum ekki ekki að klára sóknirnar. Þannig að senterinn okkar er ekki virkur í fyrri hálfleik en við náum að nýta hæðina hans í seinni hálfleik," sagði Ejub í samtali við mbl.is eftir leik. 

Pape Mamadou Faye átti að vera í byrjunarliði Ólsara í kvöld en því var breytt fyrir leik vegna þess að hann og sjúkraþjálfari liðsins misstu af Herjólfsferðinni sem liðið fór í. Þetta staðfesti Ejub eftir leik.

„Við erum á góðri leið, mjög góðri leið en það eru 20 stig í pottinum þannig að ég er ekkert að spá í því. Ég hef alltaf sagt að ég hef trú á því að við höldum okkur í deildinni," sagði Ejub er hann var spurður út í það hvort lið hans myndi spila í Pepsi-deildinni að ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert