8 stiga forskot Þórs/KA

María Eva Eyjólfsdóttir fer framhjá Elínu Mettu Jensen í kvöld.
María Eva Eyjólfsdóttir fer framhjá Elínu Mettu Jensen í kvöld. Ljósmynd/Hanna

Valur vann góðan 2:1 útisigur á Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Valur er þá aðeins tveimur stigum á eftir ÍBV, Stjörnunni og Breiðabliki en Þór/KA hefur átta stiga forskot á toppi deildarinnar. 

Fyrir leiki kvöldsins var Stjarnan í 3. sæti með 27 stig, fimm stigum á eftir toppliði Þórs/KA sem á auk þess leik til góða. Valur var með 22 stig í 5. sæti.

Markalaust var að loknum fyrri hálfleik en landsliðskonan Elín Metta Jensen braut ísinn á 69. mínútu með snyrtilegu marki. Lék inn í teiginn og skoraði með skoti með vinstri fæti neðst í hægra hornið. 

Elín Metta bætti við öðru marki á 90. mínútu úr vítaspyrnu. Kim Dolstra missti þá stjórn á sér og henti Valskonunni Ariönu Calderon í jörðina rétt innan við vítateigshornið. Dómarinn, Jóhann Ingi Jónsson, gat ekki gert annað en að dæma víti. Skömmu áður virtist vera brotið á Fay markverði Stjörnunnar en ekkert dæmt og Garðbæingar voru því mjög pirraðir yfir atburðarrásinni. 

Stjarnan minnkaði muninn úr síðustu sókn leiksins. Kristrún Kristjánsdóttir lyfti boltanum inn á teiginn og Ana V. Cate teygði sig í boltann og potaði honum framhjá Söndru og í netið. 

Stjarnan 1:2 Valur opna loka
90. mín. Elín Metta Jensen (Valur) skorar úr víti Skoraði örugglega úr vítinu. Skaut neðst í vinstra hornið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert