Þór missti af tækifæri á toppbaráttu

Þór og Fram skildu jöfn í kvöld.
Þór og Fram skildu jöfn í kvöld. Ljósmynd/Hanna

Þór og Fram gerðu 2:2 jafntefli í 17. umferð Inkasso-deildar karla í leik sem var að ljúka rétt í þessu.

Leikurinn byrjaði afar rólega og lítið var um færi til að byrja með. Heimamenn komust þó yfir á 19. mínútu þegar Kristján Örn Sigurðsson skoraði eftir hornspyrnu frá Atla Sigurjónssyni. Framarar jöfnuðu leikinn þegar rúmlega hálftími var liðinn, þar var að verki fyrirliði Framara, Sigurpáll Melberg Pálsson. Staðan 1:1 í hálfleik.

Heimamenn komust yfir snemma í seinni hálfleik. Gunnar Örvar með markið eftir flottan undirbúning frá Jónasi Björgvini. Þórsarar höfðu yfirhöndina í seinni hálfleiknum en á 76. mínútu jafnaði markahrókurinn Ivan Bubalo metin með skoti úr teignum. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og lokatölur því  2:2

Eftir leikinn eru Þórsarar í sjötta sæti með 27 stig en Framarar í því áttunda með 23 stig.

Þór 2:2 Fram opna loka
90. mín. Indriði Áki Þorláksson (Fram) fær gult spjald Fyrir að stöðva hraða sókn heimamanna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert