Þróttur færðist nær Keflavík

Viktor Jónsson skoraði sigurmark Þróttar.
Viktor Jónsson skoraði sigurmark Þróttar. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Þróttur hafði betur gegn HK, 2:1, á heimavelli sínum í 17. umferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu í dag eftir hörkuleik. Eftir leikinn er Þróttur í öðru sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir toppliði Keflavíkur. 

Brynjar Jónasson kom HK yfir á 42. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Þróttarar komu sterkir inn í síðari hálfleik og jafnaði Rafn Andri Haraldsson á 59. mínútu. Viktor Jónsson skoraði sigurmark Þróttar á 82. mínútu og þar við sat. 

HK hafði unnið fimm leiki í röð fyrir leikinn og var liðið búið að blanda sér í baráttuna um að komast upp um deild. Kópavogsliðið hefði náð Þrótti að stigum með sigri í kvöld. HK féll hins vegar niður í sjötta sæti með tapinu og eru nú sex stig í annað sætið og langsótt að liðið geri sig líklegt til að fara upp um deild úr þessu. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Þróttur R. 2:1 HK opna loka
90. mín. Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.) fær gult spjald Togaði fyrst í treyjuna hjá Þróttara og svo stuttbuxurnar hans. Átta gul spjöld komin í leikinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert