HK/Víkingur nálgast toppliðin

HK/Víkingur er í mikilli baráttu um sæti í efstu deild.
HK/Víkingur er í mikilli baráttu um sæti í efstu deild. mbl.is/Styrmir Kári

HK/Víkingur er aðeins tveimur stigum frá Selfossi og Þrótti á toppi 1. deildar kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Sindra á útivelli í dag á meðan Þróttur tapaði gegn ÍR á heimavelli, 1:0. 

Phoenetia Browne kom Sindra yfir á 18. mínútu gegn HK/Víkingi en Karólína Jack jafnaði á 34. mínútu. Browne var aftur á ferðinni skömmu síðar og kom Sindra í 2:1 en Ísafold Þórhallsdóttir jafnaði fyrir HK/Víking í blálok fyrri hálfleiks. Ísafold skoraði svo sigurmarkið á 62. mínútu og tryggði liðinu mikilvægan sigur. 

Mykaylin Rosenquist skoraði sigurmark ÍR gegn Þrótti í Laugardalnum á þriðju mínútu og þrátt fyrir að Andrea Magnúsdóttir hafi fengið rautt spjald á 75. mínútu tókst ÍR að halda út. 

Í einvígi botnliðanna bar Víkingur Ó. sigurorð af Tindastóli, 2:1. Fehima Líf Purisevic og Mary Essiful skoruðu fyrir Víking og Kolbrún Ósk Hjaltadóttir fyrir Tindastól. Loks unnu Hamrarnir 1:0-sigur á Keflavík, en Keflavík hefði getað blandað sér af alvöru í toppbaráttuna með sigri. 

Staðan þegar þrjár umferðir eru eftir: 
Selfoss 32
Þróttur 32
HK/Víkingur 30
Keflavík 27
ÍR 21
ÍA 20
Sindri 16
Hamrarnir 16
Víkingur Ó. 11
Tindastóll 8

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert