Víðir upp í þriðja sætið

Víðismenn eiga fína möguleika á að fara upp um deild.
Víðismenn eiga fína möguleika á að fara upp um deild. Ljósmynd/Heimasíða Víðis

Víðir komst upp í þriðja sæti 2. deildar karla í knattspyrnu í dag með 1:0-útisigri á Huginn. Ari Steinn Guðmundsson skoraði sigurmark Víðis á áttundu mínútu. Víðir er nú aðeins einu stigi frá Magna sem er í öðru sæti deildarinnar. 

Sindri vann loks sinn fyrsta sigur í deildinni er liðið mætti Vestra á Torfnesvelli. Akil De Freitas skoraði tvö mörk fyrir Sindra og Mate Paponja eitt. Sindri er enn í neðsta sæti, 12 stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir. 

Fjarðabyggð kom sér upp úr fallsæti með að vinna Aftureldingu í Mosfellsbænum, 1:0. Zoran Vujovic skoraði sigurmark Fjarðabyggðar úr vítaspyrnu á 81. mínútu. KV er þess í stað komið í næstneðsta sæti eftir 3:0 tap gegn Völsungi á Húsavík. Arnþór Hermannsson og Elvar Baldvinsson komu Völsungi í 2:0 í fyrri hálfleik og Bjarki Baldvinsson gulltryggði 3:0 sigur undir lokin. 

Á Sauðarkróki hafði Tindastóll betur gegn Hetti, 6:1. Gregory Thomas Conrad og Ragnar Þór Gunnarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Tindastól og Jón Gísli Eyland Gíslason og Jack Clancy eitt mark. Steinar Aron Magnússon minnkaði muninn fyrir Hött á 85. mínútu. 

Staðan í deildinni þegar fimm umferðir eru eftir: 
Njarðvík 35
Magni 32
Víðir 31
Huginn 28
Völsungur 26
Afturelding 25
Tindastóll 21
Höttur 21
Vestri 20
Fjarðabyggð 20
KV 17
Sindri 8

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert