Ég er bara glöð að þetta hafðist

Arna Sif Ásgrímsdóttir Valsari í leik við Þór/KA í sumar.
Arna Sif Ásgrímsdóttir Valsari í leik við Þór/KA í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

„Hvað er hægt að segja um svona leik, ég er í raun bara glöð að þetta hafðist,“  sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir varnarjaxl Vals eftir 3:2 sigur á síðustu mínútu gegn  Fylki að Hlíðarenda í kvöld þegar leikið var í 14. umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni.

„Mér fannst þetta illa gert hjá okkur, við lágum of aftarlega og leyfðum Fylkisliðinu alltof mikið að stjórna leiknum, voru líka seinar í pressuna en mér fannst í seinni hálfleik þegar fórum að keyra á Fylkisliðið, fannst mér við miklu betri og hefðum átt að gera út um leikinn en þetta var aðeins of erfitt.  Fylkir spilaði vel í kvöld með gott lið.“

Höfum sett upp lítið mót

Thelma Björk Einarsdóttir fyrirliði Vals eftir leikinn var meira með hugann lífið eftir þennan leik en lið hennar hefur verið á ágætu skriði að undanförnu með sigri á Breiðablik og Stjörnunni.

„Við byrjuðum illa og náðu ekki að koma á góðu skipulagi, náðum aðeins betur í seinni hálfleik og skoruðum svo þrjú góð mörk og þetta voru þrjú góð stig,  sagði Thelma Björk eftir leikinn.  Þetta var mjög mikill baráttuleikur beggja liða en mjög góður sigur.  Hann var ekki sannfærandi því við mættum sterku liði Fylkis og eins og það spilaði í dag á það ekki skilið að vera í botnbaráttunni en við tökum þessi þrjú stig og förum í hvern leik til að vinna, hvernig sem hann svo fer. Ég held að við höfum sýnt í síðustu leikjum að við vinnum góða sigra en við tökum einn fyrir í einu.  Höfum sett þetta upp sem lítið mót fyrir okkur í lokin og förum í hvern leik til að taka þrjú stig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert