Stjarnan taplaus með Harald og vann ekki án hans

Haraldur Björnsson er traustur í marki Stjörnunnar.
Haraldur Björnsson er traustur í marki Stjörnunnar. Skapti Hallgrímsson

Stjarnan hefur ekki enn tapað deildarleik þegar Haraldur Björnsson hefur staðið vaktina í markinu í sumar. Haraldur spilaði 12. deildarleik sinn í 4:0-sigrinum á Fjölni á mánudag, en með hann á milli stanganna í sumar hefur Stjarnan unnið níu deildarleiki og gert þrjú jafntefli með markatölunni 32:9.

Stjarnan vann hins vegar ekki í þeim fjórum leikjum sem Haraldur missti af í júní eftir að hafa handarbrotnað. Stjarnan skoraði þá aðeins fjögur mörk og fékk níu á sig, tapaði þá þremur leikjum og gerði eitt jafntefli.

*Róbert Örn Óskarsson, markvörður og fyrirliði Víkings Reykjavíkur, spilaði 100. leik sinn í efstu deild þegar lið hans tapaði 1:0 fyrir KA á sunnudag. Róbert spilaði á sínum tíma 64 leiki með FH og hefur nú spilað 36 leiki fyrir Víking, en hann á einnig að baki 71 leik í 1. og 2. deild hér á landi.

*Þeir Brian McLean í liði ÍBV og Ólafur Karl Finsen hjá Stjörnunni skoruðu báðir fyrstu mörk sín í sumar. McLean tryggði Eyjamönnum 1:0-sigur í botnslagnum gegn ÍA, en hann var að spila fjórða deildarleik sinn fyrir Eyjamenn. Ólafur Karl skoraði svo eitt marka Stjörnunnar í 4:0-sigrinum á Fjölni í sjöunda leik sínum í sumar.

Samantektin í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert