Valskonur sluppu ódýrt með þrjú stig

Fylkir mætir Val í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Fylkir mætir Val í Pepsi-deild kvenna í kvöld. mbl.is/Golli

Enn stríða Árbæingar hátt skrifuðu liðunum en í kvöld dugði það ekki alveg því Valskonur náðu sigurmarki í 3:2 sigri undir lok leiks,  sem var ekki bara bragðdaufur, heldur bragðlaus þar til 5 mínútur voru eftir.  Þetta var í 14. umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu – Pepsi-deildarinnar – og sigurinn dugði Val til að komast upp um tvö sæti.

Aðeins voru liðnar 6 mínútur af leiknum þegar Vesna Elísa Smiljkovic skoraði beint úr hornspyrnu en síðan var fátt að frétta. Árbæingar óhræddir við að sækja þótt það gengi ekki vel gegn traustri vörn Valskvenna, sem sjálfar náðu ekki að sækja af krafti. Allt of mikið af slökum sendingum og óðagotið of mikið svo boltinn náði ekki að vinna liðinu í hag. Eins og við mátti búast jafnaði Fylkir á 43. mínútu þegar Brooke Hendrix ýtti boltanum yfir línuna eftir mistök Söndru Sigurðardóttur í markinu.  Skrýtið að segja frá en það hefur varla verið skotið af alvöru á markið og bæði mörkin komu eftir horn.

Síðari hálfleikur var ótrúlegur, mikið um hlaup og sendingar, en þær komu seint og oftar en ekki fóru þær rangar leiðir. Þegar allt leit út fyrir jafntefli skoraði Ariana Calderon og kom Val yfir. Kaitlyn Johnson jafnaði metin fljótt aftur, á 87. mínútu, eftir vandræðagang í vörn Vals en aðeins tveimur mínútum síðar var brotið á Vesnu Elísu, sem skoraði sjálf úr vítinu.

Valur 3:2 Fylkir opna loka
90. mín. Eygló Þorsteinsdóttir (Valur) kemur inn á
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert