„Við erum ekki búnir að gefast upp“

FH hefur engu að tapa í seinni leiknum gegn Braga.
FH hefur engu að tapa í seinni leiknum gegn Braga. Kristinn Magnúsosn,Kristinn Magnússon

„Það er góð stemning í hópnum, við ætlum að gera allt sem við getum til þess að reyna að komast áfram og munum leggja allt í sölurnar,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, í samtali við Morgunblaðið. FH-ingar mæta portúgalska liðinu Braga í dag í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur, en FH tapaði fyrri leiknum heima 2:1. Hafnfirðingar þurfa því að minnsta kosti að skora tvö mörk.

„Við getum því ekki bara legið í vörn allan tímann. Við verðum að halda uppteknum hætti í sókninni frá fyrri leiknum þar sem við sköpuðum nokkur góð færi. Það sama þarf að vera upp á teningnum í þessum leik,“ sagði Davíð. Þrátt fyrir að möguleikarnir séu ekki taldir miklir að komast áfram má segja að FH-ingar geti farið nokkuð pressulausir í leikinn með allt að vinna.

„Það er eins fyrir þennan leik og þrjá síðustu Evrópuleiki, gegn Maribor og Braga, að það er engin pressa á okkur að vinna þessi lið enda mun sterkari en við á pappírunum. Mér fannst við sýna það í þessum fyrri leik að við getum klárlega strítt þeim. Við erum ekkert búnir að gefast upp í þessu,“ sagði Davíð.

Viðtalið í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert