Víkingar reyna að halda í Castillion

Geoffrey Castillion í baráttu með Víkingum gegn KA.
Geoffrey Castillion í baráttu með Víkingum gegn KA. mbl.is/Árni Sæberg

Forráðamenn Víkings R. hafa hafið samningaviðræður við hollenska framherjann Geoffrey Castillion um að hann verði áfram með liðinu eftir yfirstandandi tímabil.

Castillion sem er uppalinn í akademíu Ajax kom til Víkinga í vor og hefur skorað 9 mörk í 14 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar, þrátt fyrir að hafa verið nokkuð frá vegna meiðsla. Hann skoraði meðal annars tvö mörk í 3:1-sigri á Víkingi Ólafsvík í gær sem svo gott sem tryggði Víkingi R. sæti sitt í deildinni.

„Við reynum auðvitað að halda honum. Nú standa yfir samningaviðræður við hann og við reynum að ljúka þeim,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, við fotbolti.net í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert