Fúlt að falla í sófanum

Arnar Már Guðjónsson og félagar eru fallnir eftir sigur Fjölnis.
Arnar Már Guðjónsson og félagar eru fallnir eftir sigur Fjölnis. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta eru fyrst og fremst gríðarleg vonbrigði, þó að maður hafi svo sem alveg búið sig undir þetta miðað við hvernig gengið hefur verið í sumar. En það er sérstaklega fúlt að falla sitjandi í sófanum og fá engu um það ráðið,“ segir Arnar Már Guðjónsson, varafyrirliði ÍA, en sigur Fjölnis á FH í gær þýðir að Skagamenn eru fallnir niður úr Pepsi-deildinni í knattspyrnu. ÍA er með 15 stig eftir 20 leiki, nú sjö stigum frá næsta örugga sæti þegar tvær umferðir eru eftir.

„Ég sá þetta alls ekki fyrir mér í vor. Einhvern veginn virðist liðið bara ekki hafa verið nógu sterkt til að takast á við mótlæti eins og við lentum í í byrjun móts. Við náðum ekki að rífa okkur upp úr því hjólfari,“ segir Arnar, og tekur undir að það hafi haft sitt að segja að þeir erlendu leikmenn sem fengnir voru til liðsins; Robert Menzel, Patryk Stefanski og Rashid Yussuff, hafi ekki staðið undir væntingum:

„Auðvitað hefur það áhrif þegar leikmenn standa sig ekki. Þeir voru fengnir til að vera lykilmenn og það voru auðvitað vonbrigði að þeir næðu ekki að stíga upp og byggja undir þetta nokkuð óreynda lið.“

ÍA hefur rokkað svolítið á milli efstu og næstefstu deildar síðasta áratug en liðið lék síðast í 1. deild árið 2014, og var þar einnig árin 2009-2011. Hvernig horfir framhaldið við?

Nánar er fjallað um fall Skagamanna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert