Þór/KA náði ekki að tryggja titilinn

Stephany Mayor og stöllur í Þór/KA geta orðið Íslandsmeistarar í …
Stephany Mayor og stöllur í Þór/KA geta orðið Íslandsmeistarar í dag með sigri. mbl.is/Golli

Grindavík sló fagnaðarlátum Þórs/KA á frest með því að vinna leik liðanna á Grindavíkurvelli, 3:2, í næstsíðustu umferðinni. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verður nú útkljáð á lokadegi mótsins.

Leikurinn hófst með látum og það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta markið strax á 4. mínútu þegar Rilany Aguiar gaf boltann fyrir markið og Helga Guðrún Kristinsdóttir skóflaði honum í netið af stuttu færi.

Gestirnir voru þó aðeins tæpar 60 sekúndur að svara en fyrirliðinn Sandra María Jessen setti boltann í netið af stuttu færi með skoti á nærstöngina eftir að Stephany Mayor hafði spilað hana í gegn. Eftir þessa háspennu byrjun datt leikurinn þó mikið niður og gekk báðum liðum illa að skapa sér færi í miklu hvassviðri og bleytu.

Heimamenn hófu svo síðari hálfleikinn af sama krafti og komust aftur yfir þegar Carolina Mendes slapp ein í gegn og vippaði boltanum snyrtilega yfir Bryndsi Láru Hrafnkelsdóttur í markinu. Aftur svöruðu þó gestirnir og á 65. mínútu jafnaði Stephany Mayor eftir hornspyrnu með sínu 18 marki í sumar.

Leikurinn varð ansi losaralegur eftir þetta, báðum liðum gekk illa að halda boltanum og tengja saman sendingar. Á 82. mínútu komust heimamenn yfir í þriðja sinn og aftur var það varamaðurinn Carolina Mendes sem var spiluð í gegn og hún skoraði laglegt mark.

Leikmenn Þórs/KA voru ekki líkir sjálfum sér í dag og eru nú tveimur stigum fyrir ofan Breiðablik þegar ein umferð er eftir. Þór/KA tekur á móti FH á meðan Breiðablik fær einmitt Grindavík í heimsókn sem er nú með 18 stig í 7. sæti.

Grindavík 3:2 Þór/KA opna loka
90. mín. Lítið eftir. Grindavík liggur mjög aftarlega og reynir að verjast.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert