Treyjan öll í drullu og ég rennandi blautur

Birnir Snær Ingason
Birnir Snær Ingason Ljósmynd/Kristinn Magnússon

„Þetta er geggjað. Þetta leit ekki vel út fyrir nokkrum leikjum síðan og auðvitað er mjög gott að halda sér uppi," sagði Birnir Snær Ingason, sóknarmaður Fjölnis, eftir 2:2-jafntefli við KR í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í dag. Fjölnir getur ekki lengur fallið úr deildinni. 

„Þetta hefur ekki verið þægilegt prógram, við vinnum FH sterkt og náðum í stig í dag. Mér fannst við vera að fá færin í dag. Völlurinn var einhver drulla inn í teignum og það gat allt gerst. Það komu fjögur mörk í seinni hálfleik og það stefndi allt í það miðað við völlinn."

Völlurinn var blautur og var Birnir tæklaður oftar en einu sinni nokkuð harkalega. 

„Treyjan mín er öll í drullu og ég er rennandi blautur, þetta var ekki þægilegt en svona er þetta."

Fjölnir mætir Grindavík í síðasta leik og þó það sé ekki mikið undir, vill hann sjá Fjölni vinna. 

„Við eigum Grindavík úti í síðasta leik og það væri mjög gott upp á stemninguna að ná að vinna þann leik," sagði hann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert