Dapurt jafntefli á Víkingsvelli

Albert Hafsteinsson og félagar í ÍA eru fallnir og taka …
Albert Hafsteinsson og félagar í ÍA eru fallnir og taka á móti Víkingi Reykjavík í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haustbragur var á Víkingsvelli er Víkingur R. og ÍA urðu að sættast á markalaust jafntefli í 21. og næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Skagamenn voru fallnir úr deildinni fyrir leik dagsins og Víkingar svo gott sem hólpnir og bar leikurinn þess merki að ekki mikið var í húfi.

Þetta fór afar rólega af stað og lítið sem ekkert markvert gerðist fyrstu 20 mínútur leiksins. Ágætt spil Skagamanna náði svo að glæða smá lífi í leikinn fram að leikhlé en ekkert mark var skorað fyrstu 45 mínúturnar.

Næstu 45 mínúturnar? Heldur ekkert skorað en bæði lið fengu svo sannarlega færi til þess. Arnar Már Guðjónsson fékk frían skalla af stuttu færi en náði ekki að sigra Árna Snæ Ólafsson í marki Skagamanna og stuttu seinna fékk Steinar Þorsteinsson dauðafæri hinum megin en hann skaut yfir af stuttu færi. Þegar komið var í uppbótartíma átt svo varamaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson þrumuskalla í þverslánna og nær komust liðin ekki, lokatölur 0:0.


Skagamenn eru sem fyrr fallnir og sitja í neðsta sæti með 16 stig. Víkingar fara upp í 27 stig.

Víkingur R. 0:0 ÍA opna loka
90. mín. Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.) á skot framhjá Langskot sem fer hátt yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert