Loksins rætist draumur

Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir mbl.is/Golli

„Loksins get ég titlað mig atvinnumann í fótbolta. Nokkuð sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítil stelpa,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, glöð í bragði við Morgunblaðið í gær. Berglind hefur skrifað undir 10 mánaða samning við ítalska A-deildarliðið Verona.

Hún heldur þegar í stað til Ítalíu þar sem deildarkeppnin hefst á laugardaginn. Hún verður þar af leiðandi ekki með Breiðabliki í lokaleik liðsins í Pepsi-deildinni á fimmtudagskvöldið.

Berglind Björg segir að rúmlega hálfur mánuður sé liðinn síðan hún fregnaði fyrst af áhuga forráðamanna Verona-liðsins. Endahnúturinn á samningaviðræðum hennar við félagið var hnýttur á fimmtudaginn en ekki opinberaður fyrr en í gær.

„Ég fer nánast beint í fyrsta leikinn úti,“ sagði Berglind Björg sem kvaddi félaga sína í Breiðabliki á laugardaginn með tveimur mörkum og sigurleik á fráfarandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Breiðablik á enn möguleika á Íslandsmeistaratitli í lokaumferðinni. Til þess verður allt að ganga upp því Þór/KA hefur tveggja stiga forskot í efsta sæti.

Sjá allt viðtalið við Berglindi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert