Markmið á afmælisárinu

Fylkismenn fagna sigrinum í Inkasso-deildinni.
Fylkismenn fagna sigrinum í Inkasso-deildinni. mbl.is/Golli

Fylkir tryggði sér sigur í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, á laugardaginn með því að leggja ÍR, 2:1, á Árbæjarvelli. Emil Ásmundsson innsiglaði sigur Fylkismanna á 88. mínútu leiksins.

Fylkir fékk 48 stig í deildinni, tveimur meira en Keflavík. Bæði lið leika í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

„Það var eitthvert hik á liðinu því þetta var síðasti leikur sumarsins og mikið undir. Við vorum búnir að tryggja okkur sæti á meðal þeirra bestu en við vildum meira, vildum vinna deildina og það varð smá taugatitringur í okkur til að byrja með og við spiluðum ekki okkar eiginlega leik, gerðum það reyndar aldrei í leiknum en sýndum í dag hversu mikill karakter er í liðinu og það hefur verið að byggjast upp,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, glaður í bragði í samtali við Morgunblaðið þegar niðurstaðan lá fyrir.

„Þegar karakterinn er fyrir hendi og maður á ekki sinn besta leik þá skiptir máli að vilja vinna og ætla sér vinna, það er alveg geggjað ásamt svona dramatík. Það verður nú sigurhátíð í Árbænum í viku, þetta gerist ekki á hverjum degi og strákarnir eiga þetta svo sannarlega skilið fyrir að leggja svona mikið á sig í vetur og allt sumar.“

Sjá meira í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert