Björgvin má yfirgefa Hauka

Björgvin Stefánsson í leik með Haukum í sumar.
Björgvin Stefánsson í leik með Haukum í sumar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Framherjinn Björgvin Stefánsson hefur fengið leyfi frá Haukum að ræða við önnur félög. Björgvin var næstmarkahæstur í 1. deildinni, Inkasso-deildinni, í sumar og stefnir á að spila á meðal þeirra bestu.

Björgvin segir við fotbolti.net í dag að Haukar hafi sýnt honum skilning og munu ekki standa í vegi fyrir honum að yfirgefa liðið.

Björgvin skoraði 14 mörk í 19 leikjum í deildinni í sumar, en hann var markahæstur sumarið 2015 þegar hann skoraði 20 mörk. Hann fór í kjölfarið til Vals og síðar Þróttar síðasta sumar en átti erfitt uppdráttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert