Ívar Örn úr Víkingi í Val

Ívar Örn Jónsson á Hlíðarenda í dag.
Ívar Örn Jónsson á Hlíðarenda í dag. mbl.is/Jóhann Ingi

Knattspyrnumaðurinn Ívar Örn Jónsson hefur skrifað undir samning við Íslandsmeistara Vals. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi á Hlíðarenda í dag. Ívar er annar leikmaður sem Valur fær til sín á síðustu tveimur dögum en Ólafur Karl Finsen skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í gær. 

Samningur Ívars við Val gildir sömuleiðis til þriggja ára.

Ívar kemur til Vals frá Víkingi R. þar sem hann hefur verið síðan 2013, en hann var samningslaus eftir sumarið. Ívar lék 80 leiki með liðinu í efstu deild og skoraði í þeim 11 mörk. Hann er uppalinn hjá HK og lék 32 leiki fyrir Kópavogsliðið í 1. og 2. deild árin 2011 og 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert