Björgvin og Kristinn til KR - Óskar og Skúli áfram

Björgvin Stefánsson ásamt Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR.
Björgvin Stefánsson ásamt Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR. mbl.is/Sindri Sverrisson

Framherjinn Björgvin Stefánsson, sem kemur frá Haukum, og Kristinn Jónsson, sem kemur frá Breiðabliki, hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild KR.

Þeir Björgvin og Kristinn gerðu báðir samninga sem gilda út tímabilið 2020.

Við sama tilefni var tilkynnt að Skúli Jón Friðgeirsson og Óskar Örn Hauksson hefðu gert áframhaldandi samninga við félagið. Óskar Örn hefur leikið ellefu leiktíðir með KR og Skúli er uppalinn KR-ingur en var í atvinnumennsku árin 2012-2015. Líkt og hjá Björgvini og Kristni eru samningar þeirra til þriggja ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert